Cox fær aðalhlutverk í Rocky Horror

Hinn Emmy- tilnefnda leikkona, Laverne Cox úr sjónvarpsseríunni vinsælu Orange is the New Black, hefur verið ráðin í hlutverk Dr. Frank-N-Furter í nýrri sjónvarpsútgáfu af bíómyndinni The Rocky Horror Picture Show.

Eins og flestir ættu að vita þá sló Tim Curry í gegn í þessu hlutverki í bíómyndinni á sínum tíma. Hér á Íslandi sló Páll Óskar Hjálmtýsson sömuleiðis í gegn í þessu sama hlutverki í sviðsuppsetningu Verslunarskólans.

laverne

Myndin verður sýnd næsta haust á Fox sjónvarpsstöðinni og mun verða tveggja tíma löng. Hún er gerð í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá frumsýningu upprunalegu myndarinnar í bíó, en hún er enn þann dag í dag í sýningum í bíóhúsum um allan heim – sem þýðir að myndin hefur verið sýnd samfellt lengur en nokkur önnur mynd í bíó.

Myndin er einnig ein vinsælasta bíómynd allra tíma. Hún fjallar um ungu hjónin Janet Weiss og Brad Majors, sem lenda í vondu veðri og banka upp á í húsi Dr. Frank-N-Furter, sem er vísindamaður og klæðskiptingur utan úr geimnum sem er að fara að halda vísindaráðstefnu til að halda upp á fæðingu „Rocky Horror“, manns sem á að uppfylla alla drauma og þrár Franks.

Cox, sem er best þekkt fyrir leik sinn í hlutverki trans-fangans Sophia Burset í Orange is the New Black, er fyrsti leikarinn sem tilkynnt hefur verið um að muni leika í þessari sjónvarpsútgáfu.

Cox braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta litaða trans konan til að leika aðalhlutverk í sjónvarpsþætti á stórri sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum.