Búið er að áforma kvikmyndun á myndasöguverkinu Constantine: Hellblazer, sem fjallar um enska töframanninn John Constantine. Upphaflega átti Nicholas Cage að leika aðalhlutverkið, og átti Tarsem ( The Cell ) að leikstýra henni. Það datt síðan upp fyrir þegar Tarsem fékk ekki þá peninga sem hann taldi þurfa til verksins. Þá hætti Cage við, og Warner Bros. réði Keanu Reeves í staðinn fyrir hann. Nú hefur Rachel Weisz ( The Mummy ) tekur að sér aðalkvenhlutverk myndarinnar, og leikur hún lögregluþjón sem slæst í lið með John Constantine við að reyna að leysa gátuna um morðið á tvíburasystur hennar. Tökur á myndinni hefjast í haust, og verður henni leikstýrt af Francis Lawrence, óþekktu nafni sem kemur beint úr tónlistarmyndbandabransanum.

