Hjónakornin Jennifer Connelly og Paul Bettany leika saman í kvikmynd á ný. Þau hafa ekki sést saman í mynd síðan þau léku í myndinni A Beautiful Mind sem kom út árið 2001.
Myndin heitir Born og er sálfræðilegur spennutryllir. Þar leika þau hjón sem ákveða að setjast að í enskum bæ, en lenda í hættu þegar karakterar sem eiginmaðurinn mótar úr leir taka upp á því að lifna við.

