Höfuðpaurarnir í Hollywood hafa ekki verið latir við að endurgera eldri kvikmyndir, en næsta myndin sem verður sett í nýjan búning er Total Recall frá árinu 1990. Nú er komið í ljós að Colin Farrell hefur verið boðið að taka að sér hlutverkið sem Arnold Schwarzenegger fór með fyrir 20 árum síðan.
Upprunalega Total Recall myndin var byggð á sögu eftir Philip K. Dick og fjallaði um mann sem er hrjáður af minningum sem gefa í skyn að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann ferðast til Mars í þeim tilgangi að komast til botns í málinu en endurgerðin mun víst ekki ganga svo langt. Haft var eftir einum framleiðanda endurgerðarinnar, „Í fyrri myndinni fór hann til Mars en við ætlum ekki að gera það. Við ætlum ekki til Mars.“ Tökur á Total Recall hefjast í mars í leikstjórn Len Wiseman.
– Bjarki Dagur