Christina Ricci leikstýrir

Hin íðilfagra Christina Ricci ( Sleepy Hollow ) mun nú á næstunni leikstýra sinni fyrstu mynd. Nefnist myndin Speed Queen og er kolsvört gamanmynd, eitthvað sem Ricci þekkir vel. Fjallar hún um unga stúlku á dauðadeildinni sem segir blaðamanni frá því hvernig hún ferðaðist um landið og drap alla sem fyrir urðu. Ekki er enn komið í ljós hver skrifar handritið eða leika í myndinni.