Kvikmyndaleikairnn Channing Tatum sem meðal annars vann fyrir sér sem strippari í revíusýningu árið 1999 sem skartaði eingöngu karldönsurum ( sjá vídeóið hér að neðan ), hefur ákveðið að leika í næstu mynd Stevens Soderberghs, Magic Mike, en myndin fjallar einmitt um karlkyns fatafellu og umboðsmann hans.
„Þetta var villtur tími, og ákveðinn tímapunktur í mínu lífi þar sem hlutirnir voru að breytast, og ég gæti ekki verið ánægðari með að gera þetta verkefni með Steven,“ sagði Tatum, sem er 31 árs, í yfirlýsingu sem The Huffington Post birti.
Leikstjórinn, Soderbergh, er einnig spenntur fyrir verkefninu: „Þegar Channing talaði við mig um þetta, þá hugsaði ég að þetta væri ein besta hugmynd að kvikmynd sem ég hafði nokkru sinni heyrt um,“ sagði leikstjórinn. „Ég sagði umsvifalaust að ég vildi gera þetta. Þetta er kynþokkafullt, fyndið og einnig stuðandi. Við notum Saturday Night Fever sem fyrirmynd, þannig að við erum vonandi á réttri leið með þetta.“