Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Magic Mike 2012

Frumsýnd: 11. júlí 2012

Work All Day. Work It All Night.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Channing Tatum leikur hér stripparann Mike Martingano sem hefur verið að gera það gott í bransanum enda vinsæll á meðal þeirra kvenna sem kunna að meta atriði hans. Dag einn kynnist Mike ungum nýliða sem kallar sig The Kid og ákveður að skóla hann til í greininni. Það nám felur í sér að Mike mun kenna honum hvernig best er að koma fram, nokkrar árangursríkar... Lesa meira

Channing Tatum leikur hér stripparann Mike Martingano sem hefur verið að gera það gott í bransanum enda vinsæll á meðal þeirra kvenna sem kunna að meta atriði hans. Dag einn kynnist Mike ungum nýliða sem kallar sig The Kid og ákveður að skóla hann til í greininni. Það nám felur í sér að Mike mun kenna honum hvernig best er að koma fram, nokkrar árangursríkar aðferðir til að næla sér í konur og síðast en ekki síst nokkrar einfaldar leiðir til að búa sér til pening með sem minnstri fyrirhöfn. Sjálfan dreymir Mike hins vegar um að koma undir sig fótunum annars staðar og um leið og hann kennir The Kid öll helstu brögðin býr hann sjálfan sig undir að skipta um lífsstíl ... Myndin byggir lauslega á ferli Channing Tatum sem nektardansara.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn