Casey Affleck í The Kind One

Casey Affleck hefur tekið að sér stórt hlutverk í noir myndinni The Kind One sem er gerð eftir nýútgefinni bók Tom Epperson. Myndin kemur Affleck og framleiðandanum Sean Bailey sem framleiddi Gone Baby Gone aftur saman.

Sagan gerist á 3.áratug 20.aldarinnar og fjallar um minnislausan mann, sem Affleck mun leika, sem vinnur fyrir mafíósa sem kallar sjálfan sig einmitt The Kind one. Affleck verður ástfanginn af kærustu mafíósans í myndinni.