Carrey verður mörgæsapabbi

Gamanleikarinn Jim Carrey hefur gert nokkrar ódauðlegar grínmyndir, og nú hefur frést af næsta verkefni meistarans.
IGN vefsíðan greinir frá því að hann ætli að leika aðalhlutverkið í myndinni Mr. Popper´s Penguins, sem Ben Stiller ætlaði upphaflega að leika. Stiller er hinsvegar horfinn á braut, og því voru það menn eins og Owen Wilson, Jack Black og Carrey sem bitust um hlutverkið, þar til Carrey landaði því.
Myndin er gerð eftir samnefndri barnabók frá árinu 1938.
Leikstjóri verður Mark Waters, sem gerði Mean Girls og The Spiderwick Chronicles, og handrit gerir Jared Stern.
Samkvæmt vefsíðunni Deadline verður sagan eitthvað á þá leið að umsvifamikill viðskiptajöfur erfir sex mörgæsir. Hann verður smátt og smátt nákomnari dýrunum, og íbúðin hans breytist smátt og smátt í vetrarævintýraríki. Viðskiptin eru í uppnámi, og hann gæti endað í fangelsi.