Carpenter í kviðdómi – komst ekki á frumsýningu The Ward

Hrollvekjuleikstjórinn John Carpenter var svo sannarlega fjarri góðu gamni í gær þegar fyrsta mynd hans í níu ár var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Leikararnir voru mættir, þau Amber Heard, Danielle Panabaker, Lyndsy Fonseca og Mika Boorem auk annarra aðstandenda. En Carpenter var hvergi sjáanlegur.
Ástæða fjarveru hans var að leikstjórinn var kallaður í kviðdóm í Los Angeles og komst því ekki á frumsýninguna. Hann hafði neitað því að mæta í kviðdóm eins oft og leyfilegt er, en núna átti hann enga undakomuleið og varð að mæta, að því er Hollywood Reporter fréttaveitan segir frá.
Í staðinn fyrir að mæta á staðinn, undirbjó leikstjórinn myndbandskynningu, þar sem hann útskýrir fjarveru sína. „Ég er vonsvikinn að geta ekki verið með ykkur í kvöld,“ sagði hann á upptökunni, sitjandi á hóteli að því er virðist. „Ef þið sjáið eitthvað af leikurunum mínum eftir frumsýninguna, gaukið þá að þeim smáaurum,“ sagði hann í gríni. „Ef þið hittið framleiðendurna, gaukið að þeim öllum ólöglegum efnum sem þið eigið,“ bætti leikstjórinn við hress í bragði.

Hér er upptaka Carpenters:

Og hér er samantekt einhvers Carpenters unnanda á tíu bestu myndum leikstjórans: