Leikarinn Nicholas Cage hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni leika í, og framleiða endurgerðina að hinni sígildu bresku hryllingsmynd The Wicker Man. Í endurgerðinni er búið að staðfæra myndina til Bandaríkjanna, en að öðru leyti verður hún eins. Hún fjallar um rannsóknarlögregluþjón sem fer í afskekkt þorp til þess að rannsaka dularfullt morð á ungri stúlku. Þegar hann kemur þangað, kemst hann að því að íbúar þorpsins eru í meira lagi furðulegir, og fer hann að gruna þá um að hafa fórnað stúlkunni til fornra og heiðinna guða. Magnast þá spennan. Myndinni verður leikstýrt af Neil LaBute en hann leikstýrði síðast Nurse Betty.

