Þú ert maður! – Fyrsta stikla úr Wonder Woman

Fyrsta stiklan úr ofurhetjumyndinni Wonder Woman, sem ættuð er úr heimi DC Comics teiknimyndasagna, var frumsýnd á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego nú um helgina.

WONDER WOMAN

Í stiklunni sjáum við hvernig Diana Prince, öðru nafni Wonder Woman, sem Gal Gadot leikur, finnur orrustuflugmanninn Steve Trevor, leikinn af Chris Pine, á ströndinni, en hún hefur aldrei á ævinni séð karlmann áður: „Þú ert maður,“ segir Wonder Womans. „Já, lít ég ekki út fyrir það?“ svarar persóna Pine á móti.

Stiklan er annars sneisafull af safaríkum bardagasenum þar sem Wonder Woman á í höggi við þýska hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni.

Þessi útgáfa af Wonder Woman var fyrst kynnt til sögunnar í bíómyndinni Batman v Superman: Dawn of Justice, en er nú komin með sína eigin bíómynd.

Það má segja að það sé feminískur undirtónn í myndinni, og á einum stað þegar hún hittir einkaritara Treover, þá spyr Diana: „Hvað er einkaritari?“ og konan svarar: „Ég fer þangað sem hann segir mér að fara og ég geri það sem hann segir mér að gera.“

Diana svarar: „Nú, heima hjá mér kallast það að vera þræll.“

Myndin kemur í bíó 2. júní 2017.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: