Framleiðandinn Jerry Bruckheimer hefur tilkynnt um þriggja ára samning við kvikmyndaverið Paramount.
Bruckheimer var áður á mála hjá Disney en taldi tíma vera kominn á breytingar.
„Núna mun ég njóta þess frelsis og tækifæris til að búa til alls konar myndir, sem ég hafði ekki hjá Disney,“ sagði Bruckheimer við The Wrap og átti þá m.a. við myndir sem eru bannaðar börnum.
„Ef Pirates [of the Caribbean] er undanskilin, gekk mér mjög einnig vel með The Rock, Armageddon og Pearl Harbour. Það er erfitt að búa svona myndir til þar [hjá Disney] núna. En það er mjög gaman að vinna þarna og ég náði mér vel á strik.“