Sjónvarpsþáttaröðin Brot hefur notið gífurlegra vinsælda á Netflix víða um heim. Þættirnir voru nýlega gefnir út á streymisveituna í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Spáni, Svíþjóð, Frakklandi og Nýja Sjálandi svo dæmi séu nefnd, en þar ganga þeir undir heitinu The Valhalla Murders.
Óttar M. Norfjörð, einn handritshöfundur þáttanna, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir þar að Brot sé þessa dagana á lista yfir tíu vinsælustu þáttaraðirnar í ofantöldum löndum.
Þættirnir hófu göngu sína á Íslandi um síðustu jól og segja frá því þegar eldri karlmaður finnst myrtur við Reykjavíkurhöfn undir óvenjulegum kringumstæðum. Í kjölfarið fer af stað ótrúleg atburðarrás sem tengist atburðum sem áttu sér stað á drengjaheimili. Það eru Nína Dögg Filipusdóttir og Björn Thors fara sem fara með aðalhlutverkin í þáttunum.