Írska leikaranum Pierce Brosnan hefur boðist hlutverk í fjórðu The Expendables-myndinni. Sylvester Stallone er nú þegar búinn að skrifa handritið og yrði framleiðslan í höndum Avi Lerner.
„Ég var að klára tökur með Lerner, sem gerir myndirnar. Hann spurði mig hvort ég væri til í að leika The Expendables og ég sagði ‘Afhverju ekki?’. Þannig við sjáum til.“ sagði Brosnan við í viðtali við tímaritið ShortList.
Þegar Brosnan var spurður nánar út í málin þá sagði leikarinn að hann hafi svarað öllu játandi við Lerner og að myndirnar gætu allt eins orðið sjö talsins sem hann myndi leika í.
The Expendables kom út árið 2010 og aðeins tveim árum síðar kom framhaldsmynd sem halaði inn 310 milljónum dala á heimsvísu. Þriðja myndin mun koma út í ágúst næstkomandi og verða þeir Sylvester Stallone, Jason Statham og Jet Li í aðalhlutverkum.