Gamli James Bondinn Pierce Brosnan, hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í myndinni I.T, hefndar- og tæknitrylli sem Stefano Sollima mun leikstýra.
Brosnan mun leika farsælan bókaútgefanda sem lendir upp á kant við ungan og geðstirðan tækniráðgjafa sem er mjög snjall í tölvum, og notar þá kunnáttu sína til að hóta fjölskyldu útgefandans og tilveru.
Sollima, sem er ítalskur, gerði síðast myndina A.C.A.B.: All Cops Are Bastards og stuttseríuna Gomorra.
Dan Kay skrifaði handritið að I.T.
Ekki er búið að ráða í hlutverk tæknibófans. Tökur eiga að hefjast á næsta ári.