Þriðja myndin um Bridget Jones, Bridget Jones´s Baby, var langvinsælasta bíómyndin á Íslandi nú um helgina, enda er myndin bráðfyndin. Bridget er nú einhleyp og sefur hjá tveimur mönnum með stuttu millibili, gamla kærastanum Mark Darcy og bandarískum netmilljarðamæringi. Hún verður ófrísk í kjölfarið, og nú veit hún ekki hvor þeirra er faðirinn.
Önnur vinsælasta myndin er toppmynd síðustu viku, Eiðurinn, sem nú er búin að þéna tæpar 45 milljónir íslenskra króna í bíó hér á landi.
Hin sannsögulega flugslysamynd Sully situr svo í fjórða sætinu.
Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni; Skiptrace með þeim Jackie Chan og Johnny Knoxville fer beint í sjötta sæti listans.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: