Breytingar á Óskarstilkynningu

Óskarsakademían hefur ákveðið að gera breytingar á því hvernig hún tilkynnir um tilnefningar til 89. Óskarsverðlaunanna. Hingað til hefur fyrirkomulagið verið á þá leið að lesnar eru upp tilkynningar fyrir áhorfendur í sal, en nú á að breyta viðburðinum og senda hann eingöngu út á netinu.

oscars
Í fjöldamörg ár hafa tilkynningarnar verið lesnar upp fyrir hóp fjölmiðlafólks og kynningarfulltrúa í Samuel Goldwyn kvikmyndahúsinu í Beverly Hills.

Nú verða tilkynningarnar fluttar þann 24. Janúar í lifandi streymi á netinu á vefsíðunni oscars.com og oscars.org, auk þess sem hægt verður að horfa á viðburðinn á sjónvarpsstöðvum í Los Angeles, eins og t.d. í morgunþætti ABC sjónvarpsstöðvarinnar Good Morning America, og í gervihnattaútsendingu.

Þeir sem munu sjá um upplestur á tilnefningunum eru Óskarshafar og Óskarstilnefndir leikarar og leikstjórar, þau Jennifer Hudson, Brie Larson, Emmanuel Lubezki, Jason Reitman og Ken Watanabe ásamt formanni Óskarsakademíunnar Cheryl Boone Isaacs.

Í fyrra sáu leikstjórarnir Guillermo del Toro og Ang Lee, kynningarfulltrúinn Boone Isaacs, og leikarinn John Krasinski um kynningunar.

Það verður svo spjallþáttastjórinn Jimmy Kimmel sem verður kynnir á hátíðinni sjálfri 26. febrúar nk.