Bret McKenzie talar um Hobbitann

Áður en Bret McKenzie var orðinn frægur sem annar hluti fjórða vinsælasta þjóðlaga-gamans-dúetts Nýja Sjálands, voru gerðar svolítið frægar myndir þar í landi. Þær kölluðust Hringadróttinssaga og annar hver maður á Nýja Sjálandi virtist fá vinnu í kring um framleiðslu myndanna. Þar á meðal var McKenzie, sem fékk statistahlutverk, og birtist í samtals þrjár sekúndur í „The Council of Elrond“ atriðinu í The Fellowship of the Ring. Er myndin kom út beindist athygli flestra unglingsstúlkna að Legolas, sem var jú aðalálfur myndarinnar, og að flestra mati sá myndarlegasti. En ekki allra. Nokkrar stúlkur tóku eftir dularfulla álfinum á bakvið Elrond og nefndu hann Figwit – sem var skammstöfun orðanna „Frodo is Great, Who is that?“

Til að gera langa sögu stutta spruttu upp aðdáendasíður (að hluta til að gera grín að sambærilegum síðum um Legolas og aðra) sem lofuðu þennan dularfulla álf. Ein þeirra er enn uppi, og er algjör snilld að skoða. Þessi athygli leiddi á endanum til þess að McKenzie var kallaður aftur þegar verið var að taka ný atriði fyrir The Return of the King, og fékk meira að segja línu: „Lady Arwen, we cannot delay. My Lady!„. Þetta var að sjálfsögðu mikill sigur fyrir aðdáendur Figwit, og sýndi hversu langt þau Peter, Fran og Philippa eru tilbúin að ganga til að gleðja aðdáendur.

En ekki nóg með það. Eins og flestir vita, er nú verið að kvikmynda Hobbitann. Og Figwit mönnum til ómældrar gleði, mun hann fá enn stærra hlutverk í þeirri mynd. Empire náði tali af kappanum vegna hlutverks hans í The Muppets, og spurði hann aðeins út í Hobbitann.

„Ég var í Wellington svo ég gat í rauninnni labbað í vinnuna. Þetta er ennþá lítið hlutverk – ég var í nokkra daga fyrr á þessu ári – en það var frábært að fá oddmjóu eyrum aftur á. Myndin er í 3D, þannig að eyrun verða extra oddhvöss. Þú munt geta snert eyrun.

Eins og kom fram kölluðu aðdáendur hann Figwit í fyrri myndum, sem var að sjálfsögðu bara tilbúið bullnafn. McKenzie bætir við:

„Ég fékk almennilegt nafn í þetta skiptið: Lindir. Í bókinni var hann mjög músíkalskur álfur. Í þetta skiptið, ef ég verð ekki klipptur út, mun ég tala álfatungu. En ég mun ekki syngja. Þeir eru ekki búnir að biðja mig um að gera þemalagið ennþá! Kannski verður það ég og Annie Lennox. Það kemur í ljós að Ian McKellen er mikill aðdáandi Flight of the Conchords. Við skemmtum okkur konunglega á settinu, að finna upp hugmyndir fyrir Hobbit: The Musical. Þetta er enn á þróunarstiginu…“

Figwit og einhver kóngur.

Bret McKenzie talar um Hobbitann

Áður en Bret McKenzie var orðinn frægur sem annar hluti fjórða vinsælasta þjóðlaga-gamans-dúetts Nýja Sjálands, voru gerðar svolítið frægar myndir þar í landi. Þær kölluðust Hringadróttinssaga og annar hver maður á Nýja Sjálandi virtist fá vinnu í kring um framleiðslu myndanna. Þar á meðal var McKenzie, sem fékk statistahlutverk, og birtist í samtals þrjár sekúndur í „The Council of Elrond“ atriðinu í The Fellowship of the Ring. Er myndin kom út beindist athygli flestra unglingsstúlkna að Legolas, sem var jú aðalálfur myndarinnar, og að flestra mati sá myndarlegasti. En ekki allra. Nokkrar stúlkur tóku eftir dularfulla álfinum á bakvið Elrond og nefndu hann Figwit – sem var skammstöfun orðanna „Frodo is Great, Who is that?“

Til að gera langa sögu stutta spruttu upp aðdáendasíður (að hluta til að gera grín að sambærilegum síðum um Legolas og aðra) sem lofuðu þennan dularfulla álf. Ein þeirra er enn uppi, og er algjör snilld að skoða. Þessi athygli leiddi á endanum til þess að McKenzie var kallaður aftur þegar verið var að taka ný atriði fyrir The Return of the King, og fékk meira að segja línu: „Lady Arwen, we cannot delay. My Lady!„. Þetta var að sjálfsögðu mikill sigur fyrir aðdáendur Figwit, og sýndi hversu langt þau Peter, Fran og Philippa eru tilbúin að ganga til að gleðja aðdáendur.

En ekki nóg með það. Eins og flestir vita, er nú verið að kvikmynda Hobbitann. Og Figwit mönnum til ómældrar gleði, mun hann fá enn stærra hlutverk í þeirri mynd. Empire náði tali af kappanum vegna hlutverks hans í The Muppets, og spurði hann aðeins út í Hobbitann.

„Ég var í Wellington svo ég gat í rauninnni labbað í vinnuna. Þetta er ennþá lítið hlutverk – ég var í nokkra daga fyrr á þessu ári – en það var frábært að fá oddmjóu eyrum aftur á. Myndin er í 3D, þannig að eyrun verða extra oddhvöss. Þú munt geta snert eyrun.

Eins og kom fram kölluðu aðdáendur hann Figwit í fyrri myndum, sem var að sjálfsögðu bara tilbúið bullnafn. McKenzie bætir við:

„Ég fékk almennilegt nafn í þetta skiptið: Lindir. Í bókinni var hann mjög músíkalskur álfur. Í þetta skiptið, ef ég verð ekki klipptur út, mun ég tala álfatungu. En ég mun ekki syngja. Þeir eru ekki búnir að biðja mig um að gera þemalagið ennþá! Kannski verður það ég og Annie Lennox. Það kemur í ljós að Ian McKellen er mikill aðdáandi Flight of the Conchords. Við skemmtum okkur konunglega á settinu, að finna upp hugmyndir fyrir Hobbit: The Musical. Þetta er enn á þróunarstiginu…“

Figwit og einhver kóngur.