Bandaríski leikarinn Bradley Cooper hefur leikið fjölbreytt hlutverk síðustu misserin. Hermann í American Sniper, afmyndaðan mann í leikritinu Elephant Man, og nú síðast homma sem er enn inn í skápnum, í Netflix seríunni Wet Hot American Summer.
Í sinni nýjustu mynd, Burnt, leikur Cooper, sem er 40 ára gamall, matreiðslumann, sem hefur átt í erfiðleikum í einkalífinu, þar sem hann starfar í Frakklandi, en ætlar að byrja upp á nýtt í London.
Sjáðu fyrstu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Í myndinni leikur Cooper Adam Jones, metnaðarfullan Banaríkjamann sem hætti í miðskóla og flutti til Parísar 16 ára gamall, til að læra matreiðslu. Hann varð fljótlega stjarna á því sviði, en einnig alræmdur, og brenndi að lokum allar brýr að baki sér með eiturlyfjaneyslu og hrokafullri framkomu.
Hann flytur síðan til Lundúna, tilbúinn að bæta ráð sitt, og opna þar nýjan veitingastað. Markmið hans er að fá þrjár Michelin stjörnur, sem er helsti mælikvarðinn á gæðin í þessum heimi.
Myndin kemur í bíó hér og í Bandaríkjunum 23. október nk.