Brendan og fórnarlömbin 10

Brendan Fraser hefur undirritað samning þess efnis að hann muni taka að sér aðalhlutverk kvikmyndarinnar The 10th Victim. Myndin, sem leikstýrt verður af Dominic Sena ( Swordfish ), er endurgerð af ítalskri mynd frá 1965 sem heitir La Decima Vittima. Myndin gerist í framtíðinni þar sem morð eru orðin íþrótt. Kona ein hyggst setja met í drápum með því að myrða sitt tíunda saklausa fórnarlamb, og er það enginn annar en Fraser. Hann er hins vegar með ýmis brögð upp í erminni, og kemur í ljós að hann gabbaði hana og ætlaði sér allan tímann að myrða hana. Þau verða hins vegar ástfangin, morðóðu turtildúfurnar, og flækir það óneitanlega málið. Tökur á myndinni eiga að hefjast í júní.