Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna fyrir stuttu og verður svo hátíðin sjálf haldin hátíðlega í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 22. febrúar.
Kvikmyndirnar Málmhaus, Hross í oss og Ófeigur gengur aftur eru tilnefndar í flokki „Bestu brellur“ og hafa ítarleg myndbönd af eftirvinnslu við myndirnar verið birtar á myndbandssíðunni Vimeo.
Jörundur Rafn Arnarson hjá Reykjavík IO sá um myndbrellurnar fyrir kvikmyndina Hross í oss. Alls voru yfir hundrað myndbrellur í myndinni og hér fyrir neðan má sjá afraksturinn.
Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson hjá RVX unnu myndbrellurnar fyrir kvikmyndina Málmhaus og hér að neðan má skoða myndbrot þar sem er farið ítarlega í eftirvinnsluna.
Ófeigur gengur aftur var ekki auðvelt verkefni því það þurfti að breyta Ladda í draug í þónokkrum senum. Jörundur Rafn tók einnig að sér þetta verk líkt og með Hross í oss og gerði það með prýði.