Branagh orðin Sir

Breski leikarinn og Hollywood stórstjarnan Kenneth Branagh var í dag aðlaður af bresku drottningunni, og má eftirleiðis kalla sig Sir Kenneth.

Sir Kenneth, sem er 51 árs gamall, sagði við þetta tilefni að hann væri spenntur og sér væri heiður sýndur að fá viðurkenninguna frá drottningunni, en hann hitti Elísabetu Englandsdrottningu fyrst þegar hún sá hann leika Hamlet, sem er eitt hans lykilhlutverka, þegar hann var 19 ára nemi í RADA árið 1980.

Branagh, sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, er m.a. þekktur fyrir túlkun sína á ýmsum verkum Shakespeare, sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur, en nýlega hefur hann túlkað sænska rannsóknarlögreglumanninn Wallander í þáttum á BBC ríkissjónvarpsstöðinni bresku, en ekki er langt síðan hann leikstýrði ofurhetjumyndinni um Thor.

Branagh er núna að leikstýra mynd um njósnarann Jack Ryan eftir sögu Tom Clancy.