Barnastjarnan Brad Renfro fannst látinn í morgun. Hann lék í mörgum þekktum myndum eins og lögfræðidramanu The Client og nasistamyndinni Apt Pupil. Hann fæddist 25.júlí 1982 og var því 25 ára gamall.
Kærasta hans fann leikarann látinn og lét lögregluna vita. Brad sökk ofaní áfengis- og vímuefnaneyslu eftir að hann komst á gelgjuna og var m.a. kærður fyrir vörslu á kókaíni og marijúana árið 1998, en tókst að komast hjá fangelsisvist vegna óupplýsts samnings sem hann gerði við lögregluna. Aftur var hann handtekinn jólin 2005 í rasssíu lögreglunnar gegn eiturlyfjaneytendum. Hann var þá dæmdur í 3 ára skilorðsbundinn dóm og var skipaður í meðferð.
„Ég var að leita að sterkum persónuleika, strák sem bjó í hjólhýsi og með suðrænan hreim. Þegar við vorum að prufa Brad hlutverkið í myndinni fengum við hann til að leika fyrir okkur í 10-15 mínútur en enduðum á því að láta myndavélina rúlla yfir heila klukkustund. Ég gat varla trúað því að 10 ára strákur gæti sýnt þann þroska og sorg sem hann sýndi þegar hann reyndi að fá hlutverkið“ sagði Joel Schumacher leikstjóri The Client.

