Brad Pitt og félagar í Killing them Softly eru komnir á topp íslenska DVD/Blu-ray listans, en myndin var í öðru sæti í síðustu viku. Toppmynd síðustu viku, Skyfall, þurfti að lúta í gras og fer úr fyrsta sæti niður í annað sætið á listanum.
Söguþráður Killing the Softly er á þá leið að þegar tveir lúserar komast upp með að ræna heilt pókermót sem er haldið á vegum mafíunnar kemur ekkert annað til greina en að hafa hendur í hári þeirra, endurheimta peningana og láta lúserana hverfa. Ákveðið er að kalla til þann besta í jobbið, hinn glerharða og reynda Jackie Cogan. Og Jackie er ekkert að tvínóna við hlutina og er fljótlega kominn á sporið … eða telur sig vera kominn á það því í ljós kemur að málið er ekki eins einfalt og það sýndist í fyrstu …
Í þriðja sæti er spennutryllirinn Alex Cross með Tyler Perry í aðalhlutverkinu, og í fjórða sæti er annar tryllir, Taken 2, en hún hefur nú verið í fimm vikur á lista og var lengst af í toppsætinu.
Í fimmta sæti, ný á lista, er svo Red Dawn um innrás Norður-Kóreumanna inn í Bandaríkin.
Ein önnur ný mynd er á listanum; A Dark Truth sem fer beint í 15. sæti listans.
Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD/Blue-ray mynda á Íslandi hér að neðan: