Ný mynd er kominn á topp DVD listans íslenska. Sú heitir What to Expect When You´re Expecting, en hún var númer 2 í síðustu viku.
Myndin er innblásinn af metsölubókinni What to Expect When You´re Expecting og fjallar um fimm pör, og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarps-líkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningarstjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Rithöfundur sjúkur í börn og lögfræðingurinn Wendy fá að kynnast nýrri hlið á Wendy þegar hormónarnir flæða um líkamann þegar hún verður ólétt, en maður hennar Gary, rembist við að vera ekki eftirbátur föður síns, sem einnig á von á barni, eða tvíburum öllu heldur, með ungri eiginkonu sinni, Skyler. Ljósmyndarinn Holly er tilbúin að ferðast um heiminn þveran og endilangan til að ættleiða barn en Alex eiginmaður hennar er ekki jafn viss, og leitar hjálpar í stuðningshópi fyrir karlmenn.
Ridley Scott myndin Prometheus stekkur ný beint í annað sætið, en Safe situr sem fastast í þriðja sætinu. Cold Light of Day sýnir einnig mikinn stöðugleika í fjórða sætinu, aðra vikuna í röð en Men In Black 3 sækir í sig veðrið og er komin upp í 5. sæti úr því áttunda. Tvær nýjar myndir til viðbótar við Prometheus eru á listanum þessa vikuna, Colombus Circle í 13. sæti og LOL í 14. sæti.
Hér er listinn í heild sinni yfir 20 vinsælustu DVD-Blu-ray myndir á landinu í dag: