Íslenska kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason hefur verið valin ein af 12 bestu kvikmyndum síðasta árs af virta vefnum Europeanfilms.net. Börn hefur farið hamförum og hlotið ótrúlegustu dóma, enda gæðamynd á ferðinni, og það er greinilegt að Ragnar Bragason er ein skærasta stjarna Íslands á þessu sviði og á heiðurinn vel skilinn.
Á vefnum er myndinni meðal annars hrósað fyrir frumleika á vel skrifuðum og leiknum persónum og kemur fram að í myndinni ná persónurnar hápunktum sem og lágpunktum í lífi sínu, og nær myndin að samtvinna það á frábæran hátt. Myndin er því góð ádeila á kynslóðabil sem skilur að foreldra og börn.
Næsta myndin frá Ragnari Bragasyni mun bera nafnið Foreldrar, og verður hún frumsýnd næsta föstudag. Nú er um að gera að drífa sig í bíó!

