Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni No Time to Die en þar fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans fimmta og síðasta sinn.
Myndinni er leikstýrt af Cary Fukunaga. Sá er virtur í fagi sínu og sjálfsagt þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015) ásamt fyrstu seríu True Detective. No Time to Die er 25. myndin í seríunni um James Bond
Í myndinni mun Bond snúa aftur eftir að hafa lagt byssuna á hilluna og sest í helgan stein, en endurkoman fylgir í kjölfarið á því þegar Felix Leiter, gamall kollegi síns hjá CIA leyniþjónustunni, kallar eftir aðstoð hans.
Lashana Lynch fer með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, og fleiri leikarar sem koma fram í kvikmyndinni eru: Rami Malek, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Léa Seydoux, Ana de Armas og Naomie Harris.
Stikluna nýju ásamt glænýju plakati (merkilega eru þau orðin mörg núna!) má sjá hér að neðan.