Þrátt fyrir að sjálfur Bond skuli ekki enn vera fastráðinn, þá er engu að síður búið að skipuleggja næstu mynd ásamt leikstjóranum. En sú 21. í röðinni ber heitið CASINO ROYALE, og flestir vita eflaust að sjálfstæð Bond-mynd var gerð eftir þeirri bók á árinu 1967, og fékk sú mynd aldrei góða dóma (flestir sáu hana sem misheppnaðan Woody Allen farsa). En leikstjóri þessarar útgáfu verður Martin Campbell, sem leikstýrði GoldenEye sínum tíma og kynnti Pierce Brosnan fyrst til leiks sem njósnari hennar hátignar. Campbell er um þessar mundir að klára The Legend of Zorro, framhald myndarinnar The Mask of Zorro. Því miður hefur ekkert heyrst um njósnarann sjálfan.

