Blóðugt nýtt Carrie plakat

Nýja Carrie hryllingsmyndin, sem gerð er eftir samnefndri sögu hrollvekjukóngsins Stephen King, er á leiðinni í bíó í haust í leikstjórn Kimberley Peirce, sem leikstýrði meðal annars myndinni Boys Don´t Cry. Aðalhlutverk er í höndum Kick-Ass stjörnunnar Chloë Grace Moretz og mömmu hennar leikur Julianne Moore.

Hér fyrir neðan er nýtt plakat fyrir myndina:

Leikstjórinn, Peirce, segir að hún hafi leita að innblæstri fyrir myndina í upprunalega sögu Stephen King, en búið sé að nútímavæða söguna. „Þú verður að gera það,“ segir hún „til að færa hvaða verk sem er, sem er gert á einhverju ákveðnu tímabili ( sagan er frá áttunda áratug síðustu aldar ) inn í næsta tímabil.“

Í myndinni þá er saga Stephen King sú sama. Carrie White er útundan í skóla og hún er lögð í einelti af vinsælu stelpunum, og langar ekkert meira en að vera hluti af hópnum.

Ekki finnur hún neinn stuðning hjá móður sinni Margaret. Hún er bókstafstrúarmanneskja og trúir því að flest það sem dóttir hennar vill fá út úr lífinu leiði hana beint til eilífrar fordæmingar. Og hún læsir Carrie iðulega inn í skáp í refsiskyni. En Carrie hefur yfirnáttúrulega hæfileika, hún getur hreyft hluti til með hugarorku. Þegar stríðni skólafélaganna og ráðríki móður hennar verður of mikið .. þá fara hlutir að gerast. Vondir hlutir. Mjög slæmir.

Áður hefur verið gerð mynd eftir þessari sögu Stephen King, en Brian De Palma gerði upprunalegu kvikmyndina um Carrie.

Hér fyrir neðan er stiklan úr myndinni:

Carrie kemur í bíó á Íslandi 1. nóvember nk.