Fyrir nokkrum dögum var Orlando Bloom spurður af fjölmiðlum meðan hann var að kynna nýjustu mynd sína, Kingdom of Heaven, hvort hann hefði talið sig líklegan til að gerast arftaki Brosnan’s sem James Bond. Ýmislegt slúður var búið að svífa í loftinu um að hann gæti fengið það hlutverk, en maðurinn staðfesti persónulega að það væri ekki í spilunum. Hann segir að lítill áhugi sé fyrir að yngja njósnara hennar hátignar. Annars er það mikið búið að vera í fréttum um að leikarinn Daniel Craig (lék m.a. í Tomb Raider) muni fá titilinn (í myndinni Casino Royale), en margir vilja víst halda að það sé heldur ekki fyllilega staðfest.

