Leikstjórinn og leikarinn Jon Favreau, sem leikstýrði m.a. Iron Man 1 og 2, tjáir sig í nýlegu samtali við HeroComplex vefsíðuna um hina gríðarlegu samkeppni sem verður sumarið 2011 á milli tæknibrellu-stórmynda. Sjálfur mun Favreau frumsýna eina slíka, hina stjörnum prýddu Cowboys and Aliens.
„Þetta verður blóðbað, eins og á Omaha strönd,“ sagði leikstjórinn. „Það hefur aldrei verið jafn stórt sumar eins og næsta sumar. Þetta verður blóðugt [ fyrir kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndafyrirtækin ]. Þegar við vorum að ákveða frumsýningardaginn, þá sáum við að menn myndu horfa einn daginn á þetta til baka eins og Omaha strönd.“
Hér er listi yfir helstu myndir sem koma út á sumarvertíðinni 2011, frá maí – ágúst:
Green Lantern
Thor
Captain America: The First Avenger
X-Men: First Class
Transformers: Dark of the Moon
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2
Super 8
The Hangover 2
Rise of the Apes
Cowboys and Aliens
Og hér eru helstu barnamyndirnar:
New Winnie the Pooh
Cars 2
KungFu Panda 2
Smurfs
Spy Kids 4: All the Time in the World