Blóð og hunang Angelinu Jolie

Það styttist í það að Angelina Jolie sýni gagnrýnendum, áhorfendum og sérstaklega aðdáendum sínum hvað í henni býr, þ.e.a.s. hvað kvikmyndagerð varðar. Stríðsdramað In the Land of Blood and Honey er frumraun stórleikkonunnar í leikstjórasætinu, en ekki nóg með það, heldur skrifaði hún einnig handritið á myndinni.

Myndin er ástarsaga sem gerist í Bosníustríðinu og samkvæmt Wikipedia-síðu myndarinnar eru viðtökur að gefa til kynna að þessi gæti eitthvað látið sjá sig á Óskarnum á næsta ári.

Kíkið allavega á plakatið og athugið hvað þið sjáið út úr því. Ljóst er allavega að Jolie er að taka mjög djarft skref á ferlinum sínum með þessari mynd (ekki síður með svona óþekktum andlitum í aðalhlutverkunum), burtséð frá því hvort hún verði góð eða ekki.

Hvað segið þið? Eruð þið forvitin að sjá hvað konan getur í leikstjórastólnum?