Blade III

Eftir mikla velgengni fyrstu tveggja myndanna um vampírubanann Blade var óhjákvæmlegt að sú þriðja myndi líta dagsins ljós. Nú er verið að undirbúa hana, og vinnutitillinn er Blade – Trinity. Sem fyrr mun Wesley Snipes fara með hlutverk hins hálfmennska/hálfvampíru Blade. Verið er að vinna í því að fá gamanleikarann Ryan Reynolds til að leika í myndinni. Myndi hann fara með hlutverk Hannibal, vampírubana sem ásamt kvenkyns félaga slæst í hópinn með Blade. David Goyer, sem skrifaði handrit fyrstu tveggja myndanna, mun skrifa, framleiða og leikstýra þessari þriðju og væntanlega síðustu mynd í seríunni.

Blade III

Nú er kominn tími til að gera þriðju Blade myndina, og hefur handritshöfundur þeirra allra, David Goyer verið fenginn til að leikstýra þessari þriðju. Sem fyrr fer Wesley Snipes með aðalhlutverkið, og leikur vampírubanann hálfmennska, Blade. Í þessari mynd snýr Blade bökum saman við tvo aðra vampírubana í leit sinni að vampírunni Danica Talos. Eftir að hafa innbyrt blóðið úr forföður allra vampíra hefur Talos tekist að endurlífga Drake, ævaforna vampíru, úr aldalöngum dvala sínum í von um það að geta tekið yfir heiminn. Tökur á myndinni eiga að hefjast 22. september og búist er við því að frumsýning hennar fari fram í ágúst 2004.