Bíósumarið talið hafa valdið vonbrigðum


Sumarvertíð bíómynda er að baki núna, og frá fyrstu helginni í maí fram að lokum ágústmánaðar er heildartala stórmyndanna talin vera í kringum 4,4 milljarðir dala, sem er minna en 1% aukning frá síðasta ári samkvæmt heimildum The New York Times.

Þetta þykir nokkuð svekkjandi tala vegna þess að 18 myndir voru gefnar út í þrívídd nú í sumar en aðeins 7 síðast. Heildarfjöldi fólks í Bandaríkjunum var 546 milljón manns, sem er lægsta talan á kvikmyndasumari síðan árið 1997, þegar 540 milljón manns mættu.

Þetta er talið vera fjórða sumarið í röð þar sem tölurnar fara örlítið lækkandi, og sumarið er tíminn þar sem kvikmyndahúsin skila inn 40% af helsta hagnaði ársins.

Nú spyr ég notendur: Hver haldið þið að ástæðan sé?

– Betra heimabíókerfi?
– Niðurhal?
– Þrívíddarpirringur?
– Lélegt úrval?
– Allt ofannefnt?