Ný stikla er komin út fyrir nýjustu heimildamyndina um poppstjörnuna Justin Bieber. Myndin heitir Believe og er önnur heimildamyndin sem gerð er um tónlistarmanninn.
Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum. Bieber hefur fengið fremur neikvæða fjölmiðlaathygli upp á síðkastið, en hann vonast til að snúa almenningsálitinu við sér í hag með þessari nýju mynd. Í henni verður fjallað um það hvernig það er að alast upp í kastljósinu sem ein skærasta poppstjarna í heimi.
Síðasta heimildamynd hans, Never Say Never, var frumsýnd árið 2011 og þénaði 73 milljónir Bandaríkjadala í bíó, og er þriðja tekjuhæsta heimildamynd allra tíma. Believe tekur upp þráðinn frá því í Never Say Never, og aðdáendur eiga væntanlega eftir að flykkjast í bíó til að berja goðið augum.
Kíktu á stikluna hér fyrir ofan.