Hinn marglofaði og meistaralegi leikstjóri Darren Aronofsky mun hefja tökur á epísku kvikmyndaaðlögun sinni á myndasögunni Noah, sem byggir lauslega á biblíusögunni um Örkina hans Nóa.
Ísland hefur verið staðfest sem einn af tveim helstu tökustöðum myndarinnar ásamt New York. Einnig hefur óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe verið staðfestur í myndina og orðrómar hafa verið á kreiki um að Liam Neeson sé meðal væntanlegra leikara myndarinnar, en hann hefur einu sinni áður unnið hérlendis við tökur á stórmynd (Batman Begins, réttara sagt). Tökur hefjast á klakanum næsta júlí.
Aronofsky er þekktur fyrir gríðarlega farsælar kvikmyndir á borð við hina ótrúlegu Requiem for a Dream, The Wrestler, og Black Swan ásamt öðrum. Aronofsky skrifaði handrit myndarinnar ásamt Ari Handel og gert up af óskarsverðlaunahafanum John Logan (Hugo & Gladiator). Frumsýning Noah verður 28. mars 2014.
Nú mun Aronofsky bætast í sívaxandi meistarhóps leikstjóra sem hafa tekið upp myndir sínar á klakanum ásamt Christopher Nolan, Clint Eastwood og Ridley Scott. Ég á fáránlega erfitt með að hemja spennuna gagnvart þessu, hvernig lýst ykkur á að fá þennan snilling til landsins og hver er uppáhalds myndin ykkar eftir náungann?