Eftir margra ára tilraunir til að framleiða fjórðu Beverly Hills Cop-myndina hefur Paramount loksins tekist að ná samningum um gerð hennar.
Eddie Murphy verður sem fyrr í hlutverki löggunnar Axel Foley og í þetta sinn snýr hann aftur á heimahagana í Detroit. Leikstjóri verður Brett Ratner sem m.a. leikstýrði Rush Hour-myndunum.
Beverly Hills Cop 4 verður fyrsta mynd Jerry Bruckheimer hjá Paramount en hann er nýbúinn að semja við kvikmyndaverið, eins og kemur fram í annarri frétt hér á síðunni.
Bruckheimer framleiddi einmitt fyrstu myndina í seríunni árið 1984 ásamt Don Simpson, í samstarfi við Paramount.
Einnig kemur til greina að Bruckheimer framleiði Top Gun 2.