Ben Gates snýr aftur!

Disney eru nýlega búnir að staðfesta það, að önnur National Treasure mynd sé í undirbúningi.

Þrátt fyrir vægast sagt neikvæðar umfjallanir hefur framhaldinu, Book of Secrets, gengið afskaplega vel og hefur hún halað inn $365 milljónir umhverfis heiminn.
Disney-menn eru víst bjartsýnir yfir því að almenningur hafi mikinn áhuga á því að fylgjast með Benjamin Gates og liðinu hans í enn fleiri ævintýrum.

Ekkert er vitað um hvort Nicolas Cage snúi aftur, né nokkur annar leikari úr hinum myndunum tveimur.
Hins vegar er búið að festa það að söguþráður myndarinnar fjalli um ferðir Gates-fjölskyldunnar til Páskaeyju í leit að týndu borginni Atlantis, og verða vafalaust einhverjar brenglaðar kenningar sem að munu tengja þetta allt saman.