Þekkja allir Hunter S. Thompson?

Þeir ættu að minnsta kosti að gera það því maðurinn er einhver mesti vitleysingur og eiturlyfjaneytandi sem Bandaríkin hafa gefið af sér. Þegar hefur Hollywood gert mynd um ævi hans, byggt á bók eftir hann sjálfan, en það var einmitt hin stórkostlega og stórfurðulega kvikmynd Fear and Loathing in Las Vegas. Þeirri mynd var leikstýrt af Terry Gilliam og með aðalhlutverk fóru Johnny Depp og Benicio Del Toro. Nú á að gera aðra kvikmynd byggða á bók eftir Thompson, og ætla þeir félagar Depp og Del Toro aftur að fara með aðalhlutverkin, ásamt Nick Nolte og Josh Hartnett. Heitir hún The Rum Diary og í henni fylgjumst við með öllum þeim ástarsamböndum, drama, svikum og síðast en ekki síst því svalli sem á sér stað bak við tjöldin á dagblaði einu í San Juan á 6. áratugnum. Handritið skrifar Michael Thomas ( Scandal ) en leikstjóri hefur enn ekki fundist.