Þeir sem hafa lagt leið sína á King of Kong

Ég veit að margir af minni kynslóð hafa fiktað í nokkrum „arcade“ leikjum í gegnum tíðina, og hafa pottþétt endurvakið þann áhuga eftir að hafa horft á The King of Kong, sem er vægast sagt stórskemmtileg mynd að mínu mati.

Það fyrsta sem kom uppí hausinn á mér eftir að ég fór á myndina var að rifja upp hvernig var að spila Donkey Kong, og ég held að það sé bókað mál að aðrir séu að hugsa það sama þarna úti. Þess vegna hvet ég ykkur til þess að spila leikinn, en hægt er að spila hann á netinu með því að smella hér!

Mikil umræða hefur verið í gangi um myndina á veraldarvefnum og menn innan arcade heimsins eru sagðir töluvert ósáttir við það hvernig myndin var klippt, og fannst þeim það gert til að auka hatur áhorfandans á Billy Mitchell, heimsmethafanum í Donkey Kong þegar myndin var tekin upp. Fyrir þá sem vilja lesa eitthvað af þessum rifrildum eru hvattir til að kíkja á spjallborð Twin Galaxies, sem er hægt að nálgast hér.