Batman teaser plakat: Taka tvö

Fyrsta teaser plakatið úr Batman Begins (sem er hér til sýnis fyrir neðan) fékk afbragðsgóðar viðtökur, og aðeins örfáum dögum síðar er hér komið nýtt.
Undirrituðum finnst þetta lofa álíka góðu. Ef eitthvað er, þá er þetta enn flottara.
Það má vel búast við að leikstjórinn Christopher Nolan (Memento, Insomnia) geri margt gott við þetta fyrirbæri. Og eins og flestir þegar vita, þá mun þessi mynd EKKI tilheyra hinum fjórum. Ákveðið var að gefa seríunni nýtt upphaf (kannski það hafi eitthvað að gera með afrakstur fjórðu myndarinnar… Hver veit?)
Það er spurning hvort við megum búast við fleiri stríðnisplakötum á næstunni, enda rúma hálft ár í ræmuna. Lítið á.