Batman v Superman: Dawn of Justice var langvinsælasta mynd nýafstaðinnar Páskaviku hér á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum, þó myndin hafi fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Tekjur myndarinnar hér á landi námu rúmum 8 milljónum króna, en í Bandaríkjunum þénaði myndin rúmar 166 milljónir Bandaríkjadala, og samanlagt 420 milljónir dala um allan heim, sem er frábær árangur. Um er að ræða mestu tekjur á Páskahelgi í Bandaríkjunum í sögunni, en fyrra met átti Furious 7 með 147,1 milljón dala. Þá er þetta tekjuhæsta DC Comics mynd allra tíma, en fyrra metið átti The Dark Knight Rises, 160,8 milljónir dala.
Toppmynd síðustu viku hér á Íslandi, teiknimyndin Kung Fu Panda 3 þurfti að láta undan síga og fara niður í annað sæti íslenska bíóaðsóknarlistans, en í þriðja sæti er önnur teiknimynd, Zootropolis, um litla kanínu sem dreymir um að verða lögga.
Ein ný mynd önnur er á listanum að þessu sinni, My Big Fat Greek Wedding 3, sem kemur beint inn í 5. sæti listans.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: