Á San Diego Comic Con ráðstefnunni sem haldin var nú á dögunum var sýnd við gríðarlegan fögnuð stuttmyndin Batman: Dead End. Henni er leikstýrt af Sandy Collora, en hann hefur m.a. unnið með goðsögninni Stan Winston, og hefur unnið við myndir eins og The Crow, The Arrival og Men in Black. Dead End er alveg frábær, og þykir vera gott dæmi um það hvernig Batman gæti heppnast uppi á stóra tjaldinu mun betur en áður hefur verið gert. Í henni birtist Jókerinn, ásamt fleiri skúrkum sem öllum sönnum kvikmyndaáhugamönnum eiga eftir að finnast afar áhugaverðir svo ekki sé meira sagt. Hægt er að sækja myndina á netið (48 mb) frá þessari slóð: http://www.theforce.net/theater/shortfilms/batman_deadend/

