Leikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn George Clooney vann BAFTA verðlaunin bresku fyrr á þessu ári fyrir að framleiða Ben Affleck myndina Argo. BAFTA ætlar að bæta um betur og verðlauna Clooney aftur og nú í útibúi BAFTA í Los Angeles í nóvember nk. Verðlaunin sem Clooney fær eru kennd við leikstjórann Stanley Kubrick og heita Stanley Kubrick Britannia Award for Excellence in Film. Verðlaunin eru ætluð, eins og segir í tilkynningu frá BAFTA, „Einstaklingi sem skarar fram úr, aðila sem hefur búið til verk sem bera vott um sterk höfundareinkenni og staðfestu, og sem hafa lyft greininni á hærra plan.“
Útibú breska ríkissjónvarpssins BBC í Bandaríkjunum mun sýna frá afhendingunni þann 10. nóvember nk.
Aðrir sem fengið hafa þessi verðlaun eru m.a. Warren Beatty, Jeff Bridges, Tom Cruise, Daniel Day Lewis, Robert De Niro, Clint Eastwood, Tom Hanks, George Lucas, Sean Penn, Steven Spielberg og Denzel Washington.
Smelltu hér til að lesa tilkynningu BAFTA í heild sinni.