Eins og kunnugt er, þá er Tom Cruise að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Samurai. Nú hafa fleiri leikarar verið ráðnir, og eru það meðal annars grínistinn skoski Billy Connolly, Tony Goldwin og Timothy Spall. Myndin gerist upp úr 1870 og fjallar um bandarískan hermann sem sendur er til Japan til þess að hjálpa þarlendum stjórnvöldum að stöðva uppreisn síðustu samúræjanna. Eftir að þeir ná honum á sitt vald, þá lærir hann að virða ævagamlar hefðir þeirra og snýst smám saman í lið með þeim. Myndinni verður leikstýrt af Ed Zwick ( Glory ), og tökur hefjast síðar á árinu á Nýja-Sjálandi.

