Gamanleikarinn Dan Aykroyd er orðinn rödd umhverfisverndarsamtakanna Sea Shephard, sem ætti að vera Íslendingum að góðu kunn frá því þau létu til sín taka hér á landi um árið, í aðgerðum gegn hvalveiðum Íslendinga.
Ghostbusters leikarinn mun verða þulur í nýrri heimildarmynd samtakanna sem fjallar um aðgerðir þeirra í suðurhöfum, nærri Suðurskautinu.
Myndin, sem heitir Defend, Conserve, Protect, er nú þegar í vinnslu.
Í Defend, Conserve, Protect verður farið mun nánar í baráttu samtakanna gegn hvalveiðum og veiðiþjófnaði, en gert var í þætti þeirra á Animal Planet; Whale Wars.
Eins og segir í frétt The Hollywood Reporter eru aðgerðir samtakanna í suðurhöfum mjög umfangsmiklar, en meira en 100 manns eru þar á þeirra vegum á þremur og stundum fjórum bátum samtakanna. Stjórnandi Sea Shephard er sem fyrr John Watson.
Stefnt er að frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes að ári.