Við viljum endilega vekja athygli á því að stórmynd helgarinnar Forgetting Sarah Marshall er frumsýnd nú í kvöld og við erum með fjöldann allan af skemmtilegu aukefni tengdu myndinni. Viðtöl við Mila Kunis, Russell Brand (mitt uppáhald!), Kristen Bell, Jason Segel og Bill Hader.
Einnig er skemmtilegt „vídjóblogg“ sem er aukaefni sem var gefið út meðfram myndinni, og klippa sem sýnir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á bakvið tjöldin. Myndin fær 8,1 á IMDB, sem er góðs viti.
Aukaefni myndarinnar er aðgengilegt á undirsíðu hennar hér á Kvikmyndir.is. Verði ykkur að góðu!












