Atriði vikunnar er úr Reykjavík Guesthouse. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, þau Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Hér sést aðalega í Hilmi Snæ Guðnason, enda leikur hann aðalhlutverkið í myndinni.
Ég man vel eftir því þegar þessi mynd var sýnd í bíó, því ég var að vinna í Smárabíó á þeim tíma. Hún var frumsýnd í sal fjögur undir hljóðværum undirtektum. Þó ég hafi fengið frítt á hana þá fór ekki og sá hana ekki fyrr en fyrir um tveim mánuðum á spólu. Ég hafði smá kvíða fyrir því að finna gott atriði úr myndinni, því þó myndin sé alveg rosalega góð, þá er ekkert hrikalega mikið sem gerist í henni. Eitt lítið atriði greip þó athyggli mína. Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei séð nokkurn vakna jafn raunverulega upp úr djúpum svefn og hún Margrét Vilhjálmsdóttir gerir í byrjun atriðisins. Afhverju í ósköpunum ætti Finnur (Stefán Eiríksson) að hafa áhuga á að sjá herbergin á gistiheimilinu. Afhverju lígur Jóhann (Hilmir Snær) að gestunum að Finnur sé sonur sinn. Og í lokinn, afhverju bíður hann þeim góða skemmtun, heldur hann að þau séu eitthverjir túristar?
Allt í allt ansi áhugaverð ein mínúta og fjörtíu og sjö sekúndur. Hægt er að horfa á þær hér.
Í næstu viku kemur svo eitt hálf klént atriði úr kvikmyndinni Rauða skikkjan.
Þar sem þetta er tíunda atriði vikunnar, og á sama tíma tíu vikur síðan að ég byrjaði á þessu þá set ég hér yfir lit yfir liðna það sem komið er:
1. Skammdegi
2. The Juniper Tree
3. Stormviðri
4. Rokk í Reykjavík
5. Ingaló
6. Tár úr steini
7. Okkar á milli
8. Hin helgu vé
9. Óðal feðranna
10. Reykjavík Guesthouse

