Atriði vikunnar – Perlur og svín

En ein vikan komin á stað og í þetta sinn færum við ykkur atriði úr grínmyndinni Perlur og svín. Það man nú hvert mannsbarn eftir því þegar Lísa labbar um götur miðbæjarins með hafmeyjukökuna. Persónulega fannst mér gömlu konurnar á kaffihúsinu eftirminnilegastar. Snobbaðar upp fyrir haus talandi um sólalandaferðir.
Óskar Jónasson leikstýrði myndinni, en þá voru liðin fimm ár síðan að hann frumsýndi sína fyrstu mynd, Sódóma Reykjavík. Þar á milli gerði hann fjöldann allann af sjónvarpsmyndum og sjónvarpsþáttum, aðalega fyrir RÚV. Þar á meðal Limbó þættina, sem urðu nú bara tveir, en eru núna orðnir mikil klassík hjá mörgum.

Ég verð á sama stað í næstu viku með nýtt atriði, en þá verður það úr kvikmyndinni Einkalíf.

1. Skammdegi
2. The Juniper Tree
3. Stormviðri
4. Rokk í Reykjavík
5. Ingaló
6. Tár úr steini
7. Okkar á milli
8. Hin helgu vé
9. Óðal feðranna
10. Reykjavík Guesthouse
11. Rauða skikkjan

12. Nei er ekkert svar